21.1.2010 | 21:37
Fimmtudagur 21. janúar 2009
Jæja, þá er akkúrat eitt ár síðan maður fékk að prófa að anda að sér táragasi á Austurvelli ... eða voru þau tímamót kannski í gær?!?
En allavegana var það lífsreynsla að anda að sér slíku ... myndi samt ekki vilja gera það á hverjum degi, svo mikið er víst.
---
Fór heldur snautlega ferð á taekwondo-æfingu í kvöld. Var tilkynnt við komuna að fimmtudagstímarnir væru ekki ætlaðir byrjendum. Eitthvað hefur þessi tilkynning farið fyrir ofan garð og neðan hjá mér. Allra náðasamlegast var mér þó leyft að vera með.
Það sem ég fékk út úr því voru meðal annars tvö högg í andlitið, því sá sem átti að æfa gegn mér, datt bara í einhvern ham og tók færni sína bara út á byrjandanum ... stórmannlegt það!!
Þjálfarinn greip þó inn í og bað hann um að hafa sig hægan ... þá voru skapsmunir mínir, sem stundum geta orðið ansi miklir, farnir að láta á sér kræla, og munaði minnstu að upp úr syði hjá mér. Náði þó að stilla mig ... punktur í kladdann fyrir það ...
---
Var síðan í mjög skemmtilegum pælingum í dag og naut aðstoðar stærðfræðisénísins Nikka frænda. Sendi honum óskiljanlega formúlu og bað hann um að botna hana. Það tók hann svona tvær mínútur að redda því og senda til baka ... eftir það var brautin bein fyrir mig ...
Hafi hann góðar þakkir fyrir þetta ...
---
Seinnipartinn í dag, fékk ég þau hörmulegu tíðindi í dag að Jóhannes Bekk, fósturfaðir Jóns Þórs, eins míns allra besta vinar, hefði kvatt þennan heim síðastliðna nótt. Ég hef varla á mér heilum tekið síðan mér bárust Jón hringdi og tilkynnti mér lát hans.
Blessuð sé minning Jóhannesar Bekk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.