Miðvikudagur 20. janúar 2010

Í dag ákvað internettengingin á tölvunni minni að hætta að virka ... bara rétt sisona ...

... og ég fagnaði því, vegna þess að það er alltaf gaman að takast á við áskoranir ... í þetta sinnið var áskorunin sú að láta ekki pirringinn ná algjörum undirtökum.
En þetta er alveg rosalega óþæginlegt þegar tækjabúnaðurinn sem maður treystir á úti í eitt, hættir bara að virka.

Sem betur fer er ég með varatölvu sem hefur virka internettengingu, þó sú tölva sé nú ekki upp á marga fiska að öðru leyti.

---

Það hefur verið rífandi gangur í hlutunum núna í dag ... rannsóknargreinin mín er að taka á sig ofurlitla mynd, þannig að það er gaman að því.

Svo er ekki verra að segja frá því að frekara fyrirlestrahald er í uppsiglingu.  Opinberar stofnanir að biðja mig um að koma og segja þeim svolítið frá umhverfissálfræði.  Mjög skemmtilegt.
Ég er með frábæran umboðsmann, hana Auði Ottesen, en hún sér um að bóka mig og auglýsa ... þannig að ef einhvern vantar skemmtilegan og fróðlegan fyrirlestur þá er um að gera að tala við Auði og hún reddar því ;) .

---

Af öðru heimilisfólki er allt gott að frétta ... það er búið að gera svolítið af gloríum í dag, og allt eins og það á að vera.

*************************
14. dagur í líkamsrækt árið 2010

Fór út að hlaupa ... tölvuvesenið setti allt á annan endann í dag ... að niðurstaðan varð 2 km hlaup.  Ekki var það nú mikið, en betra en ekkert, enda er ég ansi lemstraður eftir taekwondoið í gær.

Á morgun er taekwondo-æfing
*************************

Svo einn snillingur afmæli í dag ... set mynd af honum í tilefni þess ... 

Kiss 1978 Paul Stanley


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband