Mánudagur 18. janúar 2010

Héðan er allt gott að frétta þennan daginn ...

Guddan var í fyrsta skipti í leikskólanum til kl. 16, þar sem Lauga hefur nú bætt við sig vinnu á sjúkrahúsinu.

Hún hefur verið geysilega spræk í dag, sérstaklega eftir að hún lagði sig ...

---

Greinarskrif halda áfram hjá mér ... er búinn, mesta hluta dagsins, að lesa og skrifa um "silhouette complexity" og áhrif þess á viðhorf fólks.  Athyglisverðir hlutir þar á ferðinni. 

Raunar rakst ég á mjög athyglisverða grein sem sýndi að fólki líkaði betur við að horfa á háreistar byggingar að nóttu til, t.d. á Manhattan, þar sem ljós eru í hverjum glugga heldur en að horfa á náttúrulegt umhverfi að degi til.
Þetta er held ég fyrsta greinin sem ég les þar sem byggt umhverfi hefur vinninginn á náttúrulegt umhverfi ... en ljóst er að niðurstöður þessarar rannsóknar eru í algjörum sérflokki ...

Samkvæmt rannsókninni er það þetta sem við viljum!

Fékk reyndar óvænt verkefni upp í hendurnar seinni partinn, en það var að koma með hugmyndir um hvernig betrumbæta mætti skólastofu, svona út frá umhverfissálfræðilegu sjónarmiði ... það var dálítið fróðlegt viðfangsefni ...

---

Svo er það námskeiðið, sem ég held 15. mars í Gerðubergi ... hægt að kíkja á kynningu hér.
Þessa dagana er ég að vinna að þessu verkefni.

---

En allavegana þetta gengur þetta bara býsna vel og lífið leikur við mann.

*****************
12. dagur í líkamsrækt

Frí í dag

Taekwondo-æfing á morgun
*****************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband