Sunnudagur 17. janúar 2010

Ég held að ég hafi bókstaflega ekkert gert af viti í dag nema það sem viðkemur líkamsræktinni minni ...

... það er voðalega skrýtið að mér finnst alveg afleitt að gera ekkert.  Mér beinlínis líður illa þegar ég er ekkert að gera, en samt nenni ég bókstaflega ekki að gera neitt ... kem mér bara ekki í nokkurt einasta verk ...

Frekar skrýtin staða verð ég að segja.

Annars er ég að lesa tvær bækur þessi dægrin.  Önnur heitir "The Power of Now" eftir Eckert Tolle og hin "The West Point Way of Leadership" eftir  Larry R. Donnithorne.

Báðar bækurnar eru athyglisverðar, hvor á sinn hátt ...

Fyrir þá sem það ekki vita er West Point hernaðarakamedía Bandaríkjanna, þar sem liðforingjaefni bandaríska hersins eru þjálfuð og undirbúin fyrir komandi átök ... og óhætt að segja að höfundur bókarinnar slái hvergi slöku við í að fræða hvernig á að búa til alvöru leiðtoga ...

Fyrsti hluti bókarinnar segir allt sem segja þarf ... hann ber heitið "Starting from zero: Tearing down before building up".
Hann hefst einhvern veginn svona: "Most plebes enter the Academy cocksure and confident from the great success they´ve already had in high school ... but after the first day at West Point most of them would like to have taken the next train out, if there had been any time provided to sit down and think for a moment."

Þetta er rauði þráðurinn ... ég hef mínar efasemdir um þessar aðferðir, en þetta er samt athyglisvert ...

The West Point Way of Leadership

Hin bókin er dálítið súrealísk ... ég er ennþá að meta hvort ég ætla að lesa hana. 
Tolle fer geyst af stað.  Á bls. 13 segir hann að hugsun flestra sé sjúkdómur.  Í sjálfu sér er gott að hugsa, en þegar við ráðum ekki við hugsanir okkar, vandamál sem  flest okkar glíma við, þá verður hugsunin sjúkdómur.  Hugsunin fer úr "balance".

Hann ber þetta saman við frumur sem eiga að skipta sér eftir kúnstarinnar reglum.  En of ör eða stjórnlaus frumuskipting er ekki af hinu góða ... hún er úr "balance" og veldur sjúkdómum ...

"Við erum þrælar hugsunar okkar ... en við þurfum ekki að vera það", segir Tolle.

Lengra er ég nú ekki kominn í þessari bók.

Power of Now

***************************
11. dagur í líkamsrækt árið 2010

Taekwondo-æfing í 2 klst og fótbolt í 90 mín ... búinn á því ...

Frí á morgun
**************************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband