Þriðjudagur 12. janúar 2010

Fröken Sydney Houdini var að hressast í kvöld ...

... samt ekki alveg að marka því hún fékk stíl seinnipartinn.

Og þegar hún hressist af stílnum þá dregur hún ekkert af ... þá er byrjað að hlaupa, hoppa, klifra og djöflast.  Þá nennir hún sko ekki að horfa meira á Dodda DVD ...
Samt var stórkostlegt augnaráðið sem hún gaf mér þegar ég slökkti á Dodda í kvöld ... þá var hann búinn að rúlla dágóða stund án þess að nokkur veitti því eftirtekt nema ég.  Sú stutta leit á mig með fyrirlitningarsvip þegar Doddi þagnaði ...


Þetta var eitt uppátækið þegar stíllinn var farinn að virka vel


... og svo er hún að læra hvernig á að mæla hitann ...
Þetta eru aðrir tímar en þegar rassamælarnir voru
mál málanna ...

---

Sjálfur er ég búinn að vera að vinna eins og gerpi í gær og í dag.  Skrái nákvæmlega niður tímana mína til að fá yfirlit yfir í hvað dagurinn fer.  Eins er þetta gott til að halda sér að verki.

T.d. vann ég í 5 klst og 25 mínútur í doktorsverkefninu mínu í dag, sem er heldur minna en í gær þegar ég vann 7 klst og 50 mínútur.  Hér er ég að tala um tíma þar sem ég er algjörlega að fókusera á verkefnið.  Ekkert internetvesen eða bull innifalið.

30 mínútur fóru í lestur á netinu ... lesa blöðin o.s.frv. Einn klukkutími fór í tölvupóstsamskipti, útréttingar í bænum tóku eina klukkustund, einn klukkutími í aðra vinnu en verkefnið mitt, útihlaup 30 mínútur og teygjur og sturta 30 mínútur ... og svo fór tími í sitthvað fleira.

... o.s.frv.

Þetta er mjög fróðlegt að taka þetta svona saman og þá sér maður svart á hvítu í hvað dagurinn fer.  Ég nefni þetta nú bara svona.

*************
6. dagur í líkamsrækt árið 2010

Útihlaup 2.7 km - teygjur, maga- og bakæfingar

Á morgun - lyftingar
***************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband