9.1.2010 | 22:37
Laugardagur 9. janúar 2010
Hreint alveg ljómandi góður dagur ... vaknað snemma og dagskrá dagsins spiluð af mikilli list.
Guðrún H. er komin með nýtt orð á heilann og það er "vínbe" ... endurtók það hvað eftir annað í dag. Alveg þangað til við keyptum vínber handa henni. Síðan þá hefur hún ekki sagt "vínbe" einu sinni.
---
Við ákváðum svona í tilefni dagsins að horfa einu sinni á sjónvarpið ... það gerist nú ekki oft ... en við sem sagt ákváðum að taka Spaugstofuna og Júróvision í kvöld í beinni á netinu.
Spaugstofan átti nokkra góða spretti, en hefur samt oft verið betri.
Svo var ég alveg að fíla lagið sem Matti í Pöpunum söng í Júróvision ... við tókum tvær auka hlustanir á lagið og þá var Lauga líka farin að "digga 'að".
Guddan dansaði í takt við lögin af mikilfengri list ... hún hefur gaman af því að dansa barnið ... það er augljóst.
Svo er gaman að segja frá því að þegar amma hennar á Sauðárkróki hringir í gegnum Skype, þá fer fröken Houdini öll á fleygiferð ... hleypur um stofuna og dansar ... alveg eins og sönnum "performer" sæmir. Það eru greinilega komin svolítil "gestalæti" í hana ... og svo biður hún um "vínbe".
---
Jæja, ég nenni nú ekkert að skrifa meira núna ... en mikið er gaman að lifa ...
************************
3. dagur í líkamsrækt árið 2010
Fór í ræktina í morgun ... var mættur rétt yfir 9. Alveg ísjökulkalt að hjóla niður á Väderkvarnsgatan, þar sem Friskis & Svettis er til húsa, enda rétt um -20°C.
Ekki laust við að harðsperrur hafi gert vart við sig ... en nú gildir ekkert væl. Valið stendur á milli þess að verða heilsulaus fituhlunkur eða fílhraust hreystimenni. Ég er búinn að velja.
70 mín. fótbolti annað kvöld. Kempan mun mæta.
************************
Lýk þessu með mynd af mæðgunum, sem tekin var í göngutúrnum á jóladag ... þ.e. skömmu áður en fröken GHPL ákvað að sofna.
Athugasemdir
Hæ Bobbi. Alltaf jafn gaman að fylgjast með ykkur öllum.
Viltu biðja Lauga að kíkja á fésbókarpóstinn sinn við tækifæri?
Takk takk, kv. Linda
Linda (IP-tala skráð) 10.1.2010 kl. 19:54
Hæ Linda, takk fyrir innlitið eða innlitin öllu heldur ;) .
Lauga tékkar á þessu.
Kv. B.
Páll Jakob Líndal, 10.1.2010 kl. 22:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.