7.1.2010 | 23:05
Fimmtudagur 7. janúar 2010
Guddan tók sig á í dag ... í dag tilkynnti hún hvað kýrin "segir" og hvað kindin "segir". Þannig að færslan frá í gær er orðin úrelt að einhverju leyti.
---
Mér fannst fyndið þegar Valgerður Jóhannsdóttir kallaði forsetann "útrásardindil" í Kastjósinu í kvöld. Sjálfsagt hefur þetta orð oft verið notað áður um blessaðan manninn, en mér finnst það bara eitthvað passa svo vel núna.
Annars verður það að segjast eins og er að karlfauskurinn stóð sig afar vel í viðtalinu við BBC. Það hefði nú verið ágætt ef hann hefði risið upp á afturlappirnar fyrir svona 14 - 15 mánuðum og sýnt frammistöðu sem þessa, í stað þess að læðast með veggjum.
En fólk sýnir oft á sér glæsilegar hliðar þegar það er í nauðvörn ... og Óli hefur nú alltaf haft munninn fyrir neðan nefið. En hann fékk plús í kladdann í dag.
---
Svo er nýbreytni hér á blogginu hjá mér, því núna ætla ég að opinbera líkamsræktardagbókina mína.
************************
1. dagur í líkamsrækt árið 2010:
Hlaupnir 2,7 km, gerðar 30 magaæfingar og teygjur.
Á morgun liggur fyrir að fara aftur út að hlaupa. Aftur verða það 2,7 km. Magaæfingar, bakæfingar og teygjur.
*************************
Ein mynd í lokin af Guddunni með ís ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.