Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
28.6.2007 | 15:03
Besti dagurinn í Sydney til ţessa!!
Ţađ má segja ađ í dag 28. júní hafi Sydney-dvölin náđ hćstu hćđum ... og ţađ er svo sannarlega ástćđa fyrir ţví. Ţannig var málum háttađ, ađ eftir ađ hafa dvaliđ í skólanum fram eftir degi, hélt Múrenan heim á leiđ upp úr klukkan 17.30. Gekk ákveđnum skrefum út af skólalóđinni og svo sem leiđ lá austur Cleveland Street ... ţađ er alveg ótrúlega margbreytilegt ađ fara um Cleveland Street, ţví sums stađar er gatan nokkuđ skemmtileg, tré, grćn svćđi og fallegar byggingar, en svo á öđrum stöđum er hún hreint ógeđ, hávađi og mengun.
Upphálds-Cleveland-Street-partur Múrenunnar er viđ búđina "MAO & MORE", nánar hús nr. 267-271. MAO & MORE er kínversk antíkbúđ ... og selur ţarf ađ leiđandi kínverska antík, eins og styttur af Maó, stóla, borđ, lampa, skápa og fleira. Ţar fyrir utan er hćgt ađ fá skeinipappír međ áprentuđu andliti núverandi Bandaríkjaforseta og fleira í ţá veru.
Ţrátt fyrir ţađ er ţađ áhugaverđasta sem Múrenan hefur rekist á í útstillingarglugga verslunarinnar, stytta nokkur af Maó ţar sem hann stendur uppréttur í bíl og veifar, eins og hann hefur sennilega gert nokkrum sinnum á valdatíma sínum, hér á árum áđur. Biksvartur bíll međ engu ţaki, bólstrađur ađ innan í eldrauđu ... ţrír öđlingar, ţar af einn ökumađur, sitja í sćtum sínum, sallarólegir. Maó lítur líka út fyrir ađ vera alveg afslappađur viđ ţetta tćkifćri.
Ţetta er alveg stórkostleg stytta ... en til allrar óhamingju var hún fjarlćgđ úr glugganum fyrir nokkrum dögum og hefur Múrenan áhyggjur af ţví ađ hún hafi veriđ seld einhverjum bastarđi. Ţađ vćri skrambans ólukka, ţví Múrenan var ađ safna fyrir Maó og bílnum. Hugsanlega hefđi ţarna veriđ komin góđ gjöf handa Leifi frćnda ... styttan gćti ţó veriđ bakatil í versluninni ţannig ađ ekki er öll von úti enn. Hins vegar veit Múrenan ekkert um ţađ, ţví hún hefur aldrei stigiđ fćti sínum inn fyrir ţröskuldinn á MAO & MORE. Búđarskrattinn er alltaf lokađur. Ţađ er ađ segja ... hann er alltaf lokađur klukkan 17.30 ţegar Múrenan á leiđ um Cleveland Street. Einhver gćti ţó hugsađ sér ađ viđkoma í búđinni gćti veriđ álitlegur kostur áđur en fariđ er í skólann ... en nei, Múrenan vill ekki heyra á ţađ minnst enda alltaf á hrađahlaupum á leiđ sinni í skólann, of sein - alltaf!!
En já, ţetta var góđur dagur, ţví ţegar komiđ var heim í Bourke Street eftir skóladvölina og Cleveland Street gönguna, tók viđ nćsti dagskrárliđur ... út ađ hlaupa ... Múrenan er ađ undirbúa maraţon, ţađ var tilkynnt hátíđlega á ţessari bloggsíđu fyriri nokkrum vikum, og ekkert hefur veriđ gefiđ eftir. Múrenan fór í stuttbuxurnar og reimađi á sig skóna upp úr klukkan 18.45 og lagđi af stađ og viti menn ... ekki voru margir metrar ađ baki ţegar Múrenan mćtti konu nokkurri sem stóđst greinilega ekki mátiđ. "Úúúúúúhhhh, sexy legs!!!" hrópađi hún yfir nćrliggjandi umhverfi, í sömu mund Múrenan ţaut framhjá. Múrenan hélt ró sinni ... en ţvílíkt egóbúst ... ekki einu sinni spúsa Múrenunnar hefur viđhaft slíkt orđalag!!
Múrenan leit viđ og veifađi konunni. "Thanks, mate." Í fyrsta skipti á ćvinni sagđi einhver berum orđum viđ Múrenuna, ađ snjóhvítir, hárugir leggir hennar vćru "sexy". Múrenunni finnst engu máli skipta ţótt konan hafi veriđ grútskítugur róni, sem var greinilega á vakt, međ öđrum orđum var blindfull. Í huga Múrenunnar er ţessi kona, góđ kona ... velinnrćtt, hjartahlý og falleg, og hikar ekki viđ ađ slá ókunnugum gullhamra viđ hvert tćkifćri. Hún gerđi daginn ógleymanlegan!!
Ef fleiri vćru svona, vćri heimurinn klárlega betri!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt 30.6.2007 kl. 01:42 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)