Færsluflokkur: Bloggar
2.3.2011 | 23:44
Miðvikudagur 2. mars 2011 - Teiknimyndagerð
Í dag hef ég unnið að því að búa til teiknimynd ... hvorki meira né minna.
Afrakstur dagsins er búinn að vera stórkostlegur. Í það minnsta er ég búinn að læra alveg fullt í dag um teiknimyndagerð.
Lengsta myndin sem ég bjó til í dag var hvorki meira né minna en 3 sekúndur og það tók nú tíma sinn að búa það til ... alveg ótrúlega tímafrekur "prósess".
Þetta er auðvitað meira þrekvirki en orð fá lýst ...
---
Fór í söngtíma í kvöld ... gekk bara ágætlega þrátt fyrir kverkaskít ... háa c-ið steinlá, fullkomlega áreyslulaust, svo dæmi sé tekið.
Skrapp einnig í fótbolta í kvöld ... góð hreyfing þar ... og bara hinn besti bolti.
---
Guðrún átti gullkorn dagsins þegar ég kom heim úr söngtímanum:
"Var gaman í leikskólanum?"
Svona læra börnin það sem fyrir þeim er haft enda er spyr ég hana þessarar spurningar á hverjum degi þegar hún kemur heim af leikskólanum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
1.3.2011 | 22:13
Þriðjudagur 1. mars 2011 - Lítið í fréttum
Hef þetta stutt núna ...
Hefðbundinn dagur með smávægilegum landvinningum eins og alltaf. Annars, aldrei þessu vant, kvef og höfuðverkur í allan dag.
Aðrir heimilismenn bara hressir ... reyndar var dóttirin eins og úrillt ljón þegar hún kom heim af leikskólanum. En eftir að hafa hvílt sig svolitla stund og fengið sér svolítið að borða, varð allt betra.
---
Í athugasemd við færslu gærdagsins bað Sigrún frænka um óléttumynd af Laugu ...
Það verður nú að segjast eins og er að þær eru frekar af skornum skammti og til að bæta úr myndaleysinu ... set ég inn mynd af henni þegar hún var ólétt úti í Sydney árið 2008. Myndin er tekin í Centennial Park hinn 11. maí.
Hún er eiginlega alveg eins núna og á myndinni ;) .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2011 | 22:12
Mánudagur 28. febrúar 2011 - Hreyfing og Richard Scarry
Boltinn rúllar áfram ... febrúar á enda runninn ...
Óhætt að segja að margt hafi á dagana drifið þennan mánuðinn, flest ánægjulegt.
---
Eitt af hinu ánægjulega eru kaup á líkamsræktarkorti en núna, eins og stundum áður reyndar, er meiningin að skipta um takt í heilsu- og hreyfingarmálum.
Í kvöld var árangur minn ekki upp á marga fiska enda er meginmarkmiðið koma sér í gang án þess að rífa eða slíta veikustu hlekkina, nú eða togna.
Fór í hnébeygju í dag - tók 10 endurtekningar í 5 skipti ... bara með stöngina eða samtals með 20 kg á öxlunum. Leit nú ekki sérlega hraustlega út. Meðan á þessu stóð fór ég að rifja upp hversu miklu ég var að lyfta á þeim árum þegar ég æfði sem mest fótbolta ... þ.e. fyrir næstum 20 árum.
Mig minnir að mesta þyngd þá hafi verið 180 kg ... að vísu bara ein lyfta og tveir hjálparkokkar sitthvoru megin tilbúnir að grípa inn í ... en óhætt er að segja að töluvert sé í land með að það verði bætt.
En alltént ... ég er ánægður með að þetta ferli sé byrjað ... það er svo sannarlega ekki vanþörf á því.
---
Guddan er fremur hress núna ... fór á leikskólann í morgun eftir dálítið hlé.
Það var víst bara skemmtilegt þar ef rétt hefur skilist.
Það er gaman að segja frá því að hún er núna farin að "lesa" bækurnar sínar sjálf. Þá sérstaklega söguna um geiturnar þrjár.
Lesturinn byggist þó meira á minni þeirrar stuttu en leshæfni, en hún fer í gegnum ævintýrið, segjandi upphátt textann sem í bókinni stendur ... stundum dálítið stílfærðan texta en stundum er hann bara nokkuð nærri lagi.
Bókin "Allting runt omkring" eftir Richard Scarry er afar vinsæl hjá Guddunni, nú sem endranær. Á síðustu dögum og vikum hefur hún verið að gefa öllum "karakterunum" á kápu bókarinnar nafn.
Eftir nokkuð misvísandi nafngiftir lengi vel hefur hún komist að niðurstöðu sem hefur ekki breyst í nokkra daga og hlýtur því að teljast endanleg ... að minnsta kosti í augnablikinu.
Ég er mest hissa á að beljan skuli heita Dóri ... en það er greinilega eitthvað samasemmerki sem GHPL setur á milli hans og hennar :D ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
26.2.2011 | 23:41
Laugardagur 26. febrúar 2011 - Sögur á GHPL
"Grænn háhyrningur" sagði hún svo sigri hrósandi þegar bún benti á grænan þríhyrning.
"Halló sirkus ... (eitthvað algjörlega óskiljanlegt)"


Svo skruppum við í göngutúr að skoða dýrin í dag. Þegar þangað var komið var stubbur sofnaður ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.2.2011 | 23:12
Fimmtudagur 24. febrúar 2011 - Gävle og svolítið af skömmum
Skrapp til Gävle í dag að ná mér í forrit fyrir rannsóknina sem verið er að undirbúa.
Alveg dæmalaust gott að fá þetta forrit ... er einfalt og mun spara mikla vinnu, því ekki þarf að kafa ofan í önnur flóknari forrit.
Eiginlega er það bara algjör snilld að fá þetta forrit.
---
Guddan gerði það gott í dag ... var heima vegna veikinda ...
Hóf daginn á því að rífa blaðsíðu úr uppáhaldsbókinni sinni. Fékk skömm í hattinn fyrir viðvikið.
Ákvað því næst að pissa á stofugólfið, svona nánast haldandi á koppnum undir annarri hendinni. Mikið spurð á því hvers vegna í ósköpunum hún hefði ekki notað koppinn. Hlaut sumsé mikið lof fyrir framtakið eða þannig ...
Tók sig svo til stuttu síðar og slökkti á öllum græjunum sem ég var að vinna á ... hlaut mikið lof fyrir það líka ...
Í kjölfarið fór ég til Gävle ...
Þegar ég kom heim, tók lítil dama mér fagnandi. Varð svo brúnaþung mjög og sagði: "Úff, mamma reið ... skamma Gí ... ekki borða, sirkus, fara út!!"
Nokkuð ljóst var að eitthvað hafði gerst ... en athyglisvert hvað hún er trú sirkusnum ...
Í nánast hverri einustu frásögn blandast sirkusinn inn í með einum eða öðrum hætti.
En fleiri skammir fékk Guddan ekki í hattinn í dag ... annars er alveg voðalega leiðinlegt að vera a skamma hana. Ég ætla að taka mig tak.
---
Það eru margir skemmtilegir hlutir sem verið er að fást við núna.
Er að raða saman í höfðinu á mér lítilli könnun sem ég ætla að gera á íbúðarhúsnæði aldraðra.
Svo eru pælingar með áframhald á Djúpavogi næsta sumar.
Doktorsverkefnið auðvitað.
Ekki má gleyma rannsókninni á dag- og göngudeild krabbameinsdeildar LSH.
Ég held að ég sé alltaf að tala um þetta ... úff ... það bara kemst lítið annað að í hausnum á mér þessa dagana ;)
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2011 | 22:30
Miðvikudagur 23. febrúar 2011 - GHPL og VIP
Dagurinn í dag hófst með miklum hnerrum hjá stubb við morgunverðarborðið.
"Blóðnasir, blóðnasir!!" var hrópað með mikilli tilfinningu. Og þrátt fyrir að góðfúslega væri bent á að ekki dropi af blóði væri sjáanlegur héldu hrópin áfram.
Myndin hér fyrir neðan sýnir "blóðnasirnar".
En upp úr þessu fóru sumir að hósta og hóstuðu án afláts ... þessi hósti er búinn að vera til staðar í nokkra daga en aldrei sem nú ...
Það var ákveðið að Guddan yrði heima í dag.
Skömmu síðar var ástandið orðið svona ...
Dálítíð sérstakt með þennan kopp að hann er miklu oftar í hlutverki höfuðfats en því sem honum er raunverulega ætlað.
Reyndar er það svo að höfuð dótturinnar gjörsamlega smellpassar ofan í koppinn ... þannig að ...
---
Svo leið dagurinn við lestur bóka og hvíld ... já og smá eltingaleik ...
Við skruppum líka nokkar ferðir niður í þvottahús enda að þvo stórþvott.
Lauga kom svo heim og upp úr því gerðist þetta ...
Guðrún segist vera "kúl" þegar hún er með sólgleraugun ...
---
Já og talandi um að vera kúl ...
Ég rakst á alveg dásamlega frétt í dag af stelpum sem eru að fara að halda svokallað VIP-partý. Fyrir þá sem það ekki vita eru VIP-partý, partý þar sem allt fræga fólkið kemur saman og sauðsvörtum almúganum er ekki hleypt inn. Samkvæmt fréttum eru ekki allir á eitt sáttir við að fá ekki að vera með VIP-fólkinu.
Það sem þó vakti alveg sérstaka athygli mína í þessari frétt er að það er hægt að panta sérstök VIP-borð í VIP-partýinu.
Ég er greinilega nógu mikill þorskhaus til að vita ekki og skilja alls ekki til hvers maður pantar svoleiðis borð ... hvað gerist eiginlega við þessi borð?!?
Það er flott að vera boðinn í VIP-partý, það er ljóst ... en ef maður situr við VIP-borð í VIP-partýinu þá hlýtur maður að vera alveg ótrúlega mikið VIP ...
Ég væri alveg rosalega mikið til í að vita þetta ...
---
Í kvöld náði GHPL að kreista út að fá að horfa á video ... eftir að hafa suðað í allan dag ...
Ég hef hinsvegar tekið þann pól í hæðina að fara "erfiðu" leiðina þegar hún er veik heima og leyfa henni ekki að horfa á video ...
... vil frekar að við leikum saman eða hún hafi ofan af fyrir sjálfri sér með öðrum hætti ...
En dagskráin í kvöld var á þessa leið ...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.2.2011 | 21:55
Mánudagur 21. febrúar 2011 - Sönglög Guddunnar
Jæja ... þá er ég búinn að útbúa tvö þrívíddarmódel fyrir rannsóknina mína. Gerð þessara módela er nú kannski ekki alveg það alskemmtilegasta sem ég hef tekið að mér ...
... en niðurstaðan verður þeim mun meira spennandi ... :)
---
Hér er eins og svo oft áður allt í góðum málum ...
Guðrún er í miklu söngstuði þessa dagana. Hún syngur:
Gamli Nói, gamli Nói,
keyrir kassabíl,
hann kann ekki að poppa,
lætur poppið hoppa.
Gamli Nói, gamli Nói
keyrir kassabíííííílllll!
Afi minn og amma mín,
út á Bakka búa,
er að mjólka ána sín,
þangað vil ég fljúga.
Svo syngur hún sænskt lag. Hún syngur:
Nu lämnar vi trumman til mamma
och medans hun spelar vi sjunga så här;
Goddag, goddag, hur mår du idag,
vi hoppas du mår bra!
Nu lämnar vi trumman til pabba
och medans han spelar vi sjunga så här;
Goddag, goddag, hur mår du idag,
vi hoppas du mår bra!
Nu lämnar vi trumman til Gííííí
och medans hun spelar vi sjunga så här;
Goddag, goddag, hur mår du idag,
vi hoppas du mår bra!
(Lausleg íslensk þýðing:
Núna látum við XXXX fá trommuna,
og á meðan hann/hún spilar þá syngjum við;
Góðan daginn, góðan daginn, hvernig hefurðu það í dag,
við vonum að þú hafir það gott!)
Eins og getið er um í textanum leikur tromma stór hlutverk því sá sem nefndur er í hvert sinn á að slá trommuna meðan sungið er.
Dóttirin gengur því um íbúðina með litla plastdós og tvo spítuprjóna, sem fengust á asíska veitingastaðnum sem við förum stundum á, og lætur réttan aðila tromma. Sumsé, alveg eins og á að gera!
Hér er stubbur í Gränby Centrum í gær ...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.2.2011 | 00:11
Sunnudagur 20. febrúar 2011 - Hallur afi horfinn á braut
Þessi dagur byrjaði bratt ... hringing frá Íslandi til að tilkynna að Hallur afi Laugu hefði dáið í nótt.
Svona fréttir koma alltaf illa við mann.
Þær eru einhvern veginn svo endanlegar ... það verður ekkert meira gert, þetta er búið. Engar vangaveltur, engar tilslakanir, engar umræður. Máttarvöldin hafa tekið málin alfarið í sínar hendur og þeirra ákvörðun er endanleg og yfir allt hafin.
En minningin um Hall afa lifir. Minning um reffilegan karl sem þótti gaman að lifa.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
19.2.2011 | 23:01
Laugardagur 19. febrúar 2011 - Fimbulkuldi í Uppsala
Satt að segja er lítið um þennan dag að segja nema að ég er búinn að sitja fyrir framan tölvuna í allan dag að vinna ... í sýndarveruleikanum mínum ...
Mæðgurnar eru búnar að vera í stuði í dag, mikið búið að hlaupa og djöflast ...
Úti er skítakuldi og ekki mikil löngun til að stíga út fyrir þröskuldinn ... t.d. þegar þetta er skrifað er -21°C ... en brátt fer nú sjálfsagt að vora ... en þegar það er búið að vera frost nánast í 3,5 mánuði samfleytt ásamt snjó, þá fer þetta nú að verða fínt ...
---
Við Lauga höfum bæði í morgun og í gærkvöldi verið að ræða skemmtilega hluti eins og t.d. mikilvægi þess að taka lífinu hæfilega létt ... að vera ekki hræddur við hlutina ...
Maður er oft á tíðum alltof hræddur og stífur til að njóta lífsins almennilega. Maður er með einhvern front og þorir ekki að leyfa hlutunum bara að hafa sinn gang. Of mikil stjórnun ... passa sig að gera rétt ...
Þetta er í rauninni alveg "dead boring" hugsun ...
... mikið vildi ég núna að ég nennti að halda áfram að skrifa þessa færslu ... en ég bara því miður nenni því ekki ... sorry :) .
Þreyttur og latur og ætla bara að leyfa hlutunum að hafa sinn gang ... ;)
Engin mynd ... ekkert :)
Bæ.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2011 | 22:04
Fimmtudagur 17. febrúar 2011 - Allt á fullu
Jæja, það er gjörsamlega allt á fullu í undirbúningi fyrir rannsókn nr. 3. Botnlaus vinna framundan, þar sem skrúfstykkið mun herðast eftir því sem "deadline-ið" nálgast.
Stefnt er að því að hefja gagnasöfnun þann 14. mars nk. og sennilega þarf allt að vera klárt þann 7. ef vel á að vera.
Það eru klikkaðir dagar framundan!!
---
Annars allt við það sama ... Lauga fékk ennþá meira hrós í skólanum/vinnunni. Þessi sami Jón Jónsson læknir, sem var svo ánægður í fyrradag, átti varla orð til að lýsa hrifningu sinni á frammistöðu hennar í dag. Þetta er víst maðurinn sem hælir aldrei neinum ...
Guddan í banastuði ... núna er hún á kafi í því að ropa og segja "agasi" (þ.e. afsakið) á eftir. Það var haft eftir einum kennara hennar að hún hefði sungið og dansað alveg rosalega mikið í dag.
Hún hélt uppteknum hætti þegar hún kom heim ... söng og dansaði ... já og talaði ...
Við Lauga erum alvarlega farin að hugsa næstu skref í söng og dansi hjá henni ... einhvern veginn verður að vinna þetta áfram ... þó allt á hennar forsendum. Það er mikilvægast af öllu.
Skelli hér inn einni gamalli ... ágúst 2008 ... svona leit söngvarinn og dansarinn út þá!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)